Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. mars. 2013 06:15

Akratorgið verði akkeri menningar, viðburða og þjónustu

Ný skipulagstillaga fyrir Akratorg á Akranesi var nýlega auglýst og er þar með komið í athugasemdaferli. Með nýrri tillögu fyrir Akratogsreit er skerpt á torgmyndinni og að það verði akkeri menningar, viðburða og þjónustu. Í greinargerð með tillögunni segir að breytingin á Akratorginu felist í nýrri rýmismyndun, þar sem að torgið fær nýja ásýnd og skýrari afmörkun með veggjum og trjágróðri. Á torginu verði sköpuð aðstaða fyrir ýmiss konar viðburði með samspili nýrrar torgsmyndar og afmörkunar torgsins. Gert er ráð fyrir að torgið lækki frá því sem nú er um 45 sentimetra til að auka á rýmismyndun.

Skipulagið nýja gerir ráð fyrir að Bæjargarðurinn við Suðurgötu fái betri nýtingu með því að leiksvæði sunnan við götuna verði fært og sameinað dvalarsvæði í fallegum garði þar sem leiksvæði er nú, verður byggingarlóð. Garðurinn verði fegraður með aukinni gróðursetningu trjáa og mögulegu tjarnarsvæði og umhverfislistaverki. Aðgengi að garðinum verði bætt frá Kirkjubraut og Akurgerði og boðið upp á tengingu við aðliggjandi verslun og hugsanlegan veitingarekstur. Núverandi bílastæði við Suðurgötu verða færð úr garðinum til að hann verði hluti af götumyndinni.

 

Hvað bílastæðamál varðar er auk bílastæða á einkalóðum, 40 bílastæði á nýju bílaplani við Suðurgötu. Við Akratorg er gert ráð fyrir 23 stæðum, 13 bílastæðum samsíða Suðurgötu og ellefu stæðum samsíða Kirkjubraut og eru þau gerð áberandi með trjágróðri. Heildarfjöldi almennra bílastæði á yfirborði við Akratorgið verði 88. Gert er ráð fyrir bílastæðakjallara undir nýrri byggingu á lóðum 62 og 64 við Suðurgötu. Til að samnýta stór bílastæði í næsta nágrenni við miðbæinn er stígatenging milli Suðurgötu og Mánabrautar. Stoppistöð fyrir strætó er sunnan við Suðurgötu 57, gamla Landsbankahúsið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is