Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2013 12:07

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum verður í Borgarnesi

Dagana 11. – 14. júlí í sumar verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Borgarnesi, á félagssvæði hestamanna þar. Er það hestamannafélagið Faxi sem heldur mótið með stuðningi Skugga. Í tilkynningu frá mótshöldurum kemur fram að undirbúningur að mótinu er hafinn og er framkvæmdanefnd að störfum undir forystu Birnu Thorlacius Tryggvadóttur. Er það ætlun þeirra sem að mótinu standa að skapa sem allra bestu aðstæður til að halda glæsilegt mót. Í Borgarnesi hafa verið haldin þrjú Íslandsmót áður, síðast árið 1995. Gert er ráð fyrir að mótið hefjist síðdegis á fimmtudegi og því ljúki á sunnudeginum.

„Í Borgarnesi eru góðar aðstæður til þess að halda mót af þessari stærð. Hesthús fyrir fjölda hrossa eru til staðar sem og aðstaða til skammtímabeitar ef vill. Reiðhöllin Faxaborg er við hliðina á keppnisvellinum og verður hún nýtt í þágu mótsins. Þessu til viðbótar er Borgarnes vel staðsett landfræðilega, til þess að gera stutt frá Suðvestur - og Norðurlandi. Það er ætlun framkvæmdanefndar að vel takist til með mótið og að fjölmargir keppendur og gestir komi til með að sækja okkur heim þessa helgi og eiga saman ánægjulega helgi,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdanefnd um Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is