Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. mars. 2013 06:15

Þrjár rannsóknanefndir slysa sameinaðar í eina

Á dögunum var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp um rannsókn samgönguslysa. Frumvarpið felur m.a. í sér þær breytingar að þrjár rannsóknarnefndir slysa í landinu; umferðar,- flugslysa- og sjóslysa eru sameinaðar í eina nefnd, samgönguslysanefnd. Í fyrrgreindum þremur nefndum voru samtals 13 nefndarmenn, en nýju lögin fela í sér að ráðherra skipi sjö menn í rannsóknarnefnd samgönguslysa til fimm ára í senn auk sex varamanna. Ráðherra skipi einn nefndarmanna formann nefndarinnar og annan staðgengil hans. Að minnsta kosti þrír nefndarmenn skuli taka þátt í meðferð hvers máls sem til rannsóknar er. Nefndarmenn rannsóknarnefndar skuli hafa menntun eða starfsreynslu á sviði sem nýtist við rannsóknir samgönguslysa.

Umrætt frumvarp var fyrst lagt fram á Alþingi árið 2007 og hefur verið í meðförum þingsins í talsverðan tíma og skiptar skoðanir hafa verið meðal þingmanna um þessa breytingu. Þannig voru lögin samþykkt með 25 atkvæðum gegn 19, fjórir sátu hjá við afgreiðsluna. Lögin munu öðlast gildi 1. júní nk. Starfsemi slysanefndanna þriggja hefur verið á tveimur stöðum, umferðar- og flugslysa í Skógarhlíð í Reykjavík en sjóslysanefnd í húsnæði Flugmálastofnunar í Stykkishólmi, þar sem tveir hafa unnið að rannsókn sjóslysa. Bæjarstjórnarmenn í Stykkishólmi hafa lýst áhyggjum sínum að þessi tvö störf í Hólminum flytjist á einn sameinaðan vinnustað samgönguslysanefndar syðra.

Meðal umsagna sem barst við frumvarpið var frá rannsóknanefnd sjóslysa. Nefndin taldi ekki æskilegt að breyta því fyrirkomulagi sem nú er við rannsóknir sjóslysa. Telja verði að það sé mun heppilegra að sem víðtækust þekking sé innan rannsóknanefndarinnar sjálfrar heldur en að leita þurfi út fyrir hana í miklum mæli við rannsóknir samgönguslysa. „Fullvíst má telja að kostnaður við að leita sérfræðiþekkingar út fyrir nefndina verði mun meiri heldur en við núverandi fyrirkomulag m.a. með hliðsjón af launum nefndarmanna. Þá er ekki annað vitað en það fyrirkomulag sem nú er við skipan RNS og annarra rannsóknanefnda sem rannsaka samgönguslys hafi reynst vel og því varar nefndin við breytingum á skipan nefndarinnar,“ segir í umsögninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is