Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. mars. 2013 05:19

Hraunsnef er bær mánaðarins hjá Ferðaþjónustu bænda

Í byrjun hvers mánaðar er valinn einn ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða - og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við viðskiptavini. Í mars varð Hraunsnef fyrir valinu, sem er fjölskyldurekið sveitahótel skammt frá Bifröst á Vesturlandi. Við valið er einkum horft til sérstöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Í fréttatilkynningu frá Ferðaþjónustu bænda segir að samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki hafi gestgjöfum á Hraunsnefi tekist að skapa einstaka sveitastemningu þar sem vel sé gert við gesti með góðum aðbúnaði og persónulegri þjónustu. Hraunsnef sé ekki bara gististaður en þar má einnig finna heimilislegan veitingastað sem er opinn fyrir gesti jafnt sem gangandi og býður upp á rétti úr heimaræktuðu hráefni að miklu leyti.

 

 

 

 

Aukin sjálfbærni í rekstri

Brynja Brynjarsdóttir gestgjafi á Hraunsnefi segir frá breyttum áherslum í öflun hráefnis til matargerðar: „Undanfarin ár höfum við skipt um gír og snúið okkur að aukinni sjálfbærni. Þetta byrjaði árið 2008 þegar við fengum okkur hænur sem hafa séð okkur fyrir eggjum síðan. Árið 2009 fengum við svo fyrstu tvo grísina en í fyrra vorum við með alls sex grísi. Þá fórum við að vinna kjötið okkar sjálf, meðal annars áleggspylsur, kæfu, hamborgarhrygg og heimareykt beikon. Við erum einnig með gróðurhús en þau eru núna orðin fjögur og við erum langt komin með að vera sjálfbær með salat og kryddjurtir.“

Þá er sérstaklega vel tekið á móti börnum á Hraunsnefi en vinalegu dýrin á bænum eru ekki síður ætluð gestum til yndisauka og geta verið stór hluti af upplifuninni. „Við erum með þrjá hesta sem eru hvorki reiðhestar né til matvælaframleiðslu en í staðinn hafa þeir verið duglegir við fyrirsætustörfin. Þeir eiga það til að kíkja inn um gluggana til að sjá hvort einhver eigi bita handa þeim. Það gera einnig gimbrarnar okkar þær Tína og Tönn en þær eru einstaklega gæfar og eiga það til að elta gesti ef þær sleppa út úr girðingunni sinni og vekja ávallt mikla hrifningu!” segir Brynja kát.

Það má segja að heimilislegt andrúmsloftið sé aðalsmerki staðarins en síðustu fimm ár hefur fjölskyldan boðið erlendum gestum að taka þátt í jólahaldinu með sér. Brynja segir frá þessari reynslu: „Þessi uppákoma hefur heppnast einstaklega vel og hafa gestir komið frá ótrúlegustu löndum í þeim tilgangi að upplifa íslensk jól. Jólapakkinn okkar er þannig að við sitjum og borðum með gestum okkar og segjum frá íslenskum jafnt sem okkar eigin hefðum. Margir gestanna hafa haldið sambandi og komið aftur til okkar eftir þessa upplifun. Hér í febrúar komu til dæmis aftur til okkar ung hjón sem voru hér um jólin fyrir rúmu ári, en þau vildu skoða þetta fjölbreytta svæði hér í kring betur. Þau misstu því miður rétt svo af komu nýju grísanna okkar en í staðinn fengu þau þá nefnda í höfuðið á sér „Matt" og „Sheri". Nú er spurning hvort þau verði ekki að koma aftur í þriðja skiptið!”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is