Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2013 04:35

Bráðkvaddur eftir að hafa barist við sinueld

Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað að bænum Vilmundarstöðum í Reykholtsdal um eittleytið í dag. Þar hafði kviknað í sinu í vegarkanti og eldur breiðst um heimatúnið á bænum. Slökkvistarf gekk greiðlega og tókst að koma í veg fyrir að eldur næði að komast í skógrækt sem þar hefur verið stunduð um árabil. 

Ábúandinn á Vilmundarstöðum hafði barist við að slökkva eldinn en kallað út slökkvilið þegar sýnt þótti að hann réði ekki við slökkvistarfið. Í kjölfar þess veiktist hann alvarlega og varð bráðkvaddur. Tiltækt björgunarlið var þegar kallað á staðinn auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum. Hinn látni hét Sigvaldi Ásgeirsson. Sigvaldi var rúmlega sextugur að aldri og menntaður skógfræðingur. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga frá stofnun þeirra og var skógarbóndi á Vilmundarstöðum.

.....................................................................................

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is