Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2013 02:50

Tap gegn Val á útivelli

Lið ÍA þurfti að lúta í lægra haldi gegn liði Vals á útivelli í 1. deild karla í körfubolta sl. föstudag. Fór leikurinn 78:62. Valsarar höfðu yfirhöndina allan leikinn en þrátt fyrir það voru Skagamenn ekki langt undan. Staðan í hálfleik var 41:33. Liðsmenn ÍA fengu sín tækifæri til að jafna leikinn og komust tvisvar nærri heimamönnum, undir lok annars og þriðja leikhluta. Allt kom þó fyrir ekki og var sextán stiga sigur Valsara staðreynd. Hörður Nikulásson var stigahæstur Skagamanna í leiknum með 21 stig en á eftir honum kom Kevin Jolley með 10 stig og 12 fráköst. Þá skoruðu Dagur Þórisson 9 stig, Áskell Jónsson 7, Ómar Helgason 6, Birkir Guðjónsson 5 og Sigurður R. Sigurðsson 4.  ÍA á tvo leiki eftir í deildarkeppni 1. deildar en liðið er í tíunda sæti deildarinnar sem er botnsætið með 4 stig. Liðið er jafnt Augnabliki og Reyni Sandgerði að stigum sem eru í níunda og áttunda sæti. Tvö neðstu lið deildarinnar falla niður í 2. deild. Skagamenn eiga ennþá möguleika á að halda sér uppi í 1. deild en liðið á tvo leiki eftir, einmitt gegn Augnabliki og Reyni Sandgerði. Næsti leikur liðsins er næstkomandi föstudag gegn Augnabliki og fer leikurinn fram á Akranesi og hefst kl. 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is