Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2013 03:18

Jóhannesar Halldórs Benjamínssonar minnst í Safnahúsinu

Í dag hefði borgfirska skáldið Jóhannes Halldór Benjamínsson orðið áttræður, en hann lést árið 2008. Hans er nú minnst á heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar; www.safnahus.is

Jóhannes var fæddur á Hallkelsstöðum í Hvítársíðu 11. mars 1933. Foreldrar hans voru Benjamín N. Jóhannesson og Elín Helga Jónsdóttir, hjón á Hallkelsstöðum og bjó Jóhannes í foreldrahúsum til ársins 1957 er hann fluttist til Reykjavíkur og vann þar m.a. við bifreiðaakstur og almenn verkamannastörf. Hann starfaði nokkuð að félagsmálum og sat m.a í trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar í fjöldamörg ár. Þann 12. mars 1960 kvæntist hann danskri unnustu sinni, Aase Johanne Sanko og saman eignuðust þau 5 börn og komust 4 þeirra á legg en sonur lést í frumbernsku.

 

 

 

 

Í tengslum við áttræðis afmæli Jóhannesar ákvað fjölskylda hans að gefa út nokkur áður óútgefin ljóð hans. Sú bók heitir „Ljóð og annar kveðskapur“ og kemur út í dag, 11. mars 2013. Hún er ekki hugsuð til almennrar sölu, heldur sem fallegt minningabrot fyrir fjölskyldu hans og velunnara. Eintak af bókinni hefur verið gefið til Héraðsbókasafns Borgarfjarðar.

Jóhannes hefur samið mikið af ljóðum og kvæðum við þekkt dægurlög og við önnur ljóð samdi hann sjálfur lög og útsetti ýmist fyrir blandaða kóra, karlakóra eða einsöng. Jafnframt samdi hann nokkuð af harmonikkutónlist, enda góður harmonikkuleikari og spilaði ósjaldan á böllum og skemmtunum, bæði í Borgarfirði og víðar.

 

Sjá nánar: www.safnahus.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is