Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2013 02:01

Akraneskaupstað ber að greiða bætur vegna Heiðarbrautar 40

Vendingar bæjarstjórnar Akraness í skipulagsmálum varðandi Heiðarbraut 40 á Akranesi virðist hafa bakað kaupstaðnum skaðabótaskyldu. Bjarni Jónsson athafnamaður og fyrirtæki hans Skarðseyri, sem ætlaði að byggja hótel á lóðinni, setti fram skaðabótakröfu á Akraneskaupstað. Dómskvaddir matsmenn hafa skilað því áliti að kaupstaðnum beri að greiða umræddum aðilum 8,5 milljónir króna í bætur. Það er þó miklu mun lægri upphæð en Bjarni og Skarðseyri gerðu kröfu um, en hún var upp á 63,6 milljónir króna. Viðræður eiga sér nú stað milli aðila um ásættanlegar bætur. Eins og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku stendur nú til að breyta húsinu þannig að þar verði innréttaðar íbúðir.

Bjarni og Skarðseyri eru eigendur gamla bókasafnshússins að Heiðarbraut 40 og hugðust breyta því í hótel ásamt tengdum framkvæmdum á lóðinni. Breytingar á deiliskipulagi sem samþykktar voru í bæjarstjórn Akraness í október 2009 rúmuðu þá framkvæmd. Þau mistök áttu sér síðan stað að auglýsingaferli vegna skipulagsins klúðraðist. Þegar það var ljóst og kom að því að auglýsa skipulagið á réttum vettvangi var kominn nýr bæjarstjórnarmeirihluti á Akranesi. Hann komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsbreytingin skyldi ekki standa og gamla skipulagið yrði því í gildi áfram. Bjarni Jónsson og félag hans Skarðseyri settu þá í framhaldinu fram bótakröfur, þar sem að ráðist hafði verið í mikinn kostnað vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar sem bæjarstjórn hefði gefið grænt ljós á en síðan gengið á bak fyrri samþykkt.

Að baki mati dómkvaddra manna um að Akraneskaupstað beri að greiða Bjarna Jónssyni og Skarðseyri 8,5 milljónir króna, liggur lægra virði eignarinnar og kostnaður við hönnun ásamt lögfræðikostnaði. Sjálfstæðisflokkurinn var í meirihluta bæjarstjórnar á Akranesi á síðasta kjörtímabili. Bæjarfulltrúar flokksins stóðu að samþykkt breytinga á deiliskipulaginu ásamt fulltrúum annarra flokka í bæjarstjórn. Núverandi bæjarstjórnarmeirihluti á Akranesi er sem kunnugt er skipaður fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæðisflokks. Hann ákvað að standa ekki við samþykkt fyrri bæjarstórnar, að Sveini Kristinssyni og Guðmundi Páli Jónssyni undanskildum, sem stóðu við sína fyrri ákvörðun. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu hinsvegar atkvæði með því að auglýsa ekki nýtt deiliskipulag og láta það gamla gilda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is