Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. mars. 2013 09:01

„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“

Skessuhorn greindi frá því í síðustu viku að þriðjudagskvöldið 19. mars nk. fer fram borgarafundur um einelti í Hjálmakletti í Borgarnesi. Tvær mæður í Borgarnesi eiga frumkvæði að fundinum og vinna að skipulagningu hans en það eru þær Kristín Gísladóttir og Sigrún Katrín Halldórsdóttir. Báðar eiga þær börn á grunnskólaaldri og hafa, líkt og svo mjög margir, kynnst einelti og afleiðingum þess. Með fundinum vilja þær vekja íbúa Borgarbyggðar til umhugsunar um einelti og um leið efla samstöðu fólks til að vinna saman gegn þessari vá.

„Einelti er hið mesta böl,“ segja þær Kristín og Sigrún, eða Rúna eins og hún er gjarnan kölluð. „Það þrífst því miður víða í samfélaginu og koma eineltismál upp aftur og aftur þrátt fyrir alla umræðuna sem farið hefur fram á undanförnum árum um þennan skaðvald. Með því að efna til borgarafundar um málið viljum við mynda vakningu í samfélaginu um alvarleika þess og minna fólk á að til þess að koma í veg fyrir einelti þá þarf allt samfélagið að taka höndum saman. Einelti er nefnilega dauðans alvara og gegn því þarf að vinna,“ segir Rúna.

 

Nánar er rætt við Kristínu Gísladóttur og Sigrúnu Katrínu Halldórsdóttur um borgarafundinn, sem haldinn verður þriðjudaginn 19. mars n.k., í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is