Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2013 02:18

Frábærar aðstæður þegar hvalirnir eru kvikmyndaðir í Grundarfirði

Það er mikið um að vera í Grundarfirði þessa dagana. Bærinn er iðandi af lífi þar sem ferðamenn spóka sig um í góða veðrinu og dást að því sem fyrir augu ber. Helst eru það háhyrningarnir sem láta iðulega sjá sig á firðinum og í dag voru þeir óvenju nálægt landi. Myndatökulið frá BBC var á svæðinu og var að taka upp efni í 60 mínútna langan þátt um háhyrninga í samvinnu við vísindamennina sem vinna við rannsóknir á þessum tignarlegu dýrum. Bill Markham er framleiðandi og leikstjóri þessa verkefnis en það er hluti af þáttaröð sem heitir Natural World og verður sýndur á BBC seinnihluta ársins. Einnig verður hann sýndur á Animal Planet en þeir reikna með að ljúka tökum í júlí.

 

 

 

 

Það vakti athygli blaðamanns að kvikmyndatökumennirnir voru með forláta fjarstýrða þyrlu meðferðis sem þeir gátu látið sveima yfir rannsóknarmönnum úti á sjó og taka upp efni. Þyrlunni var stýrt frá landi af Simon Niblett sem hannaði og smíðaði vélina. Tvo menn þarf til að stýra apparatinu en aðstoðarmaður Simons, Ben Crossley, sá um að stjórna vélinni á meðan Simon sá um að stjórna myndavélinni. Einnig voru þarna Scott Tibbler myndatökumaður BBC og Andrew Yarme sem sér um hljóðupptökur. Eins og áður sagði þá fer þessi þáttur um háhyrninga í sýningu seinni hluta árs en myndatökuliðið á eftir að ferðast víða um heim til að taka upp efni í þáttinn. Fólkinu leist ekki á blikuna þegar að það mætti til Íslands en þegar það lentu þá var hér kafaldsbylur og óveður sem ekki fór fram hjá landsmönnum. En veðrið breyttist til batnaðar og hefur leikið við þá síðustu daga á meðan þeir hafa verið við tökur og voru þeir hæstánægðir með dvölina og aðstæður í Grundarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is