Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. mars. 2013 09:23

Borgnesingar tryggðu sér sæti í úrvalsdeild að ári þrátt fyrir tap

Skallagrímsmenn léku í Vesturbænum í gær gegn KR í Dominos deild karla í körfubolta. Borgnesingar byrjuðu af krafti í leiknum og léku vel bæði í vörn og sókn. Liðið hafði yfir 21:26 að loknum fyrsta leikhluta og 46:49 í hálfleik. Borgnesingar héldu uppteknum hætti í byrjun þriðja leikhluta og héldu forystu sinni. Um miðbik leikhlutans tóku KR-ingar hins vegar að færa sig upp á skaftið og náðu að jafna leikinn með góðum sóknarleik. Þeir bættu síðan um betur og tryggðu sér níu stiga forskot þegar leikhlutanum lauk, 74:65. Borgnesingar höfðu engan mótleik í stöðunni í lokaleikhlutanum og lönduðu þeir röndóttu öruggum sigri að lokum. Lokastaðan 98:78 fyrir KR.

 

 

 

Carlos Medlock átti góða frammistöðu í leiknum og skoraði 35 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik. Hörður Hreiðarsson kom næstur með 19 stig og er óðum að nálgast sitt fyrra form og þá skoraði Páll Axel Vilbergsson 18 stig. Einnig skoruðu Orri Jónsson 3 stig, Sigmar Egilsson 2 og Trausti Eiríksson 1. Þrátt fyrir tapið gegn KR sitja Borgnesingar sem fastast í áttunda sæti Dominos deildarinnar með 14 stig. Önnur úrslit dagsins voru þeim einkar hagfelld, ekki síst tap KFÍ fyrir Stjörnunni í Garðabæ sem þýðir að Borgnesingar eru öruggir með sæti í deildinni að ári.

 

Ein umferð er eftir í Dominos deildinni og fer hún fram á sunnudaginn. Þá fá Skallagrímsmenn lið Þórs frá Þorlákshöfn í heimsókn í Borgarnes. Með sigri í leiknum tryggir Skallagrímur sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is