Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2013 06:01

Frambjóðendur til Alþingis á hraðstefnumóti á Bifröst

Fimmtudaginn 21. mars næstkomandi klukkan 20 stendur Stjórnmálaklúbbur Háskólans á Bifröst fyrir hraðstefnumóti (Speed date) með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna í komandi alþingiskosningum. Fundurinn fer fram í Hriflu í Háskólanum á Bifröst og er hann öllum opinn. Fundarstjóri verður Kristján Örvar Sveinsson meistaranemi í lögfræði. Fyrirkomulag fundarins er með þeim hætti að hver stjórnmálaflokkur fær nokkrar mínútur til framsögu í upphafi fundar. Eftir það skipta frambjóðendurnir sér á borð með gestum fundarins og hafa þar fimm mínútur til að svara spurningum þeirra. Eftir fimm mínútur færa frambjóðendur sig svo á næsta borð. Alls hafa sextán frambjóðendur boðað komu sína frá stjórnmálaflokkunum Bjartri Framtíð, Dögun, Framsóknarflokknum, Hægri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum.

Frambjóðendur Bjartrar Framtíðar eru Árni Múli sem skipar fyrsta sæti listans í Norðvesturkjördæmi og Heiða Kristín sem skipar annað sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður.

 

Frambjóðendur Dögunar eru Guðrún Dadda sem skipar efsta sæti listans og Brynjólfur Tómasson sem skipar þriðja sæti listans í Norðvesturkjördæmi.

 

Frambjóðendur Framsóknarflokksins eru Gunnar Bragi sem skipar efsta sæti listans í Norðvesturkjördæmi og Vigdís Hauksdóttir sem skipar efsta sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður.

 

Frambjóðendur Hægri Grænna eru Sigurjón Haraldsson sem skipar fyrsta sæti listans og Íris Dröfn Kristjánsdóttir sem skipar annað sæti listans í Norðvesturkjördæmi.

 

Frambjóðendur Pírata eru Ásta Helgadóttir sem skipar annað sæti listans í Reykjavík suður og Herbert Snorrason sem skipar annað sæti listans í Norðvesturkjördæmi.

 

Frambjóðendur Samfylkingarinnar eru Ólína Þorvarðardóttir sem skipar annað sæti listans og Hörður Ríkharðsson sem skipar þriðja sæti listans í Norðvesturkjördæmi.

 

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru Sigurður Ágústsson sem skipar fjórða sæti listans í Norðvesturkjördæmi og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem skipar annað sæti listans í Suðvesturkjördæmi.

 

Frambjóðendur Vinstri Grænna eru Björn Valur Gíslason sem skipar fjórða sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir sem skipar þriðja sæti listans í Norðvesturkjördæmi.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is