Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2013 11:28

Enn verður opinberum störfum fækkað á landsbyggðinni - nú starf sýslumanns lagt niður

Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður í Búðardal hefur sagt starfi sínu lausu og hefur sýslumanninum í Stykkishólmi, Ólafi K. Ólafssyni, verið falið að gegna störfum sýslumanns í Búðardal þegar hún lætur af störfum. Sveitarstjórn Dalabyggðar undrast að ekki hafi verið upplýst formlega um þessar ráðstafanir innanríkisráðuneytisins og samþykkti í einu hljóði á sveitarstjórnarfundi í gær að óska eftir fundi með ráðherra vegna málsins. Eyþór Jón Gíslason oddviti sveitarstjórnar segir í samtali við Skessuhorn að engar upplýsingar hafi borist sveitarstjórn og málið því í ákveðinni óvissu. „Við vitum í raun ekki hvort skrifstofa sýslumanns verður rekin hér áfram eða hvort þessi ákvörðun sé liður í fækkun sýslumannsembætta. Auðvitað yrði mikið áfall fyrir sveitarfélagið að missa enn fleiri störf fyrir háskólamenntað fólk en fyrst og fremst erum við óánægð með að okkur hafi ekki borist nein tilkynning um málið,“ segir Eyþór en auk sýslumanns er einn starfsmaður á skrifstofunni í Búðardal.

 

 

 

Fyrir Alþingi liggja drög að frumvarpi til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Þar kemur meðal annars fram að sýslumannsembættum verði fækkað úr 24 í átta. Stjórnsýsluumdæmin verði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið en þetta er sama umdæmaskipting og lagt er til að gildi fyrir löggæsluna í landinu samkvæmt nýju frumvarpi þar að lútandi. Frumvarpið kveður á um að hið nýja skipulag taki gildi 1. janúar árið 2015.

 

Ljóst er að innanríkisráðherra er þegar farinn að gera breytingar miðað við að frumvarp hans nái fram að ganga. Þannig hefur sýslumaðurinn á Blönduósi tekið yfir starfsskyldur sýslumannsins á Sauðárkróki eftir að Ríkarður Másson sýslumaður lét af embætti sökum aldurs á síðasta ári.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is