Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2013 06:15

Þakkaði Lionsfélögum fyrir lífsnauðsynlegt tæki

Agnar Ingi, sem er tæplega ársgamall, var gestur á fundi Lionsklúbbs Stykkishólms 14. febrúar sl. Hann mætti þar með afa sínum og nafna og átti það erindi við lionsfélaga að skila til þeirra þakklæti fyrir tækjabúnað sem klúbburinn keypti og Agnar Ingi og móðir hans höfðu afnot af fyrstu mánuðina eftir að hann fæddist. Agnar Ingi fæddist nokkru fyrir tímann og, eins og hjá fleiri fyrirburum, þurfti að fylgjast vel með öndun hjá honum, þeir eiga það víst til að „gleyma“ að draga andann og þarf ekki að spyrja að afleiðingum slíkrar gleymsku. Tækið sem klúbburinn lét þeim mæðginum í té kallast Angel Care. Það nemur hreyfingar barnsins og vekur það ef hreyfing eða öndun stöðvast. Ef barnið vaknar ekki strax gefur tækið frá sér hljóð og blikkandi ljós sem vekur foreldra eða þá sem gæta barnsins. Þrisvar sinnum var Sif, móðir Agnars, vakin af tækinu þannig að það sannaði ótvírætt gildi sitt auk þess sem það létti af henni áhyggjum og hún gat sofið róleg á sama tíma og Agnar Ingi.

 

 

 

 

Nú er Agnar Ingi alveg hættur að „gleyma“ að anda og þá fannst þeim mæðginunum rétt að fleiri nytu góðs af tækinu. Það varð úr að Brynja Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur tók við því fyrir hönd HVE í Stykkishólmi og þar verður það geymt handa þeim börnum sem hugsanlega þurfa á því að halda í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is