Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2013 01:34

Nýting veiðihlunninda ein af stærstu búgreinum landsins

Ársfundur Veiðimálastofnunar hefst nú síðdegis á Hótel Natura í Reykjavík. Í ársskýrslu Sigurðar Guðjónssonar forstjóra gerir hann meðal annars að umtalsefni mikilvægi stangveiði í ám og vötnum hér á landi og efnahagsleg áhrif hennar. „Stangveiði í ám og vötnum landsins er grundvöllur mikilvægrar atvinnugreinar. Hún hefur mikil efnahagsleg áhrif í samfélaginu og er veltan þar tæpir 20 milljarðar á ári. Þar af eru hátt á annan milljarð beinar tekjur veiðifélaga. Nýting veiðihlunninda er því ein af stærstu búgreinum landsins og afar mikilvæg fyrir búsetu víða í sveitum landsins.“

 

 

 

 

 

Þá segir að um þriðjungur þjóðarinnar stundi stangveiði sem sýnir að um mjög vinsæla tómstundaiðju er að ræða. „Sá árangur sem náðst hefur í veiðinýtingu, arðsemi veiða og stöðu fiskistofna hér á landi hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi. Arðsemi af hverjum veiddum fiski er óvíða meiri. Skiptir þar sköpum að nýting í stangveiði er byggð á félaglegum grunni sem er nátengd vaxandi ferðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins. Í fiskrækt og fiskeldi eru einnig fólgin mikil tækifæri og þegar hafa þar skapast mörg atvinnutækifæri,“ segir Sigurður Guðjónsson.

 

Hægt er að lesa ársskýrslu Veiðimálastofnunar í heild sinni á vef stofnunarinnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is