Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2013 02:58

Mæting á borgarafund um einelti fór fram úr björtustu vonum

Borgnesingar og nærsveitungar fjölmenntu á borgarafund um einelti undir yfirskriftinni „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ sem fram fór í Hjálmakletti í gærkvöldi. Að sögn Kristínar Gísladóttur, sem skipulagði fundinn ásamt Sigrúnu Katrínu Halldórsdóttur, þá telja þær að um 550 manns á öllum aldri hafi mætt. „Mæting fór alveg fram úr okkar björtustu vonum og erum við alveg himinlifandi með þennan áhuga,“ sagði Kristín sem segir ljóst að íbúar vilji einelti burt úr samfélaginu. „Eins og fram hefur komið renndum við aðeins blint í sjóinn þegar við hófum að skipuleggja fundinn en væntingar okkar til hans voru að vekja samfélagið allt til umhugsunar um einelti og afleiðingar þess. Við vildum nálgast þetta með jákvæðni að leiðarljósi og skapa um leið meðbyr hjá fólki til að vinna með í baráttunni að fundi loknum. Fundurinn mætti öllum okkar óskum hvað þetta varðar og var hann yfir heildina séð einlægur. Sem dæmi stigu nokkrir fundarmenn fram og lýstu reynslu sinni af einelti. Þetta hafði áhrif og snerti alla,“ bætti hún við.

 

 

 

 

Hafði ekki upplifað annan eins fund

Á fundinum var sýnd heimildamynd um æsku tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar sem fjallar um einelti sem hann varð fyrir sem barn. Páll Óskar mætti sjálfur á fundinn ásamt Magnúsi Stefánssyni frá Marita fræðslunni sem gerði myndina og fylgdu þeir henni úr hlaði með framsögum. Einnig héldu erindi á fundinum þau Vilborg Guðnadóttir frá BUGL og Björn Rúnar Egilsson frá Heimili og skóla. Þá stjórnaði Ása Hlín Svavarsdóttir leikstjóri táknrænum gjörningi til að efla samstöðu sem allir gestir tóku þátt í. „Þau sem héldu erindi fyrir okkur voru himinlifandi með mætinguna og sagði Páll Óskar við okkur að hann hafi ekki upplifað annan eins fund,“ sagði Kristín.

Næstu skref segir Kristín vera að nýta meðbyrinn frá fundinum og halda umræðunni um einelti á lofti. „Verkefnið framundan er að efla foreldrafélögin í samfélaginu og styrkja starf þeirra og þá stefnum við á að mynda nýjan samráðsvettvang í haust. Þetta er bara byrjunin. Við viljum svo koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera fundinn að veruleika með okkur auk þeirra sem mættu á hann. Fyrir þetta allt erum við afar þakklátar,“ sagði Kristín að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is