Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2013 08:01

Dalamenn sækja um leyfi til að reka framhaldskóladeild í Búðardal

Dalabyggð hefur sótt um leyfi til menntamála-ráðuneytisins til að reka framhaldsskóladeild eða dreifnám í Búðardal. Að sögn Sveins Pálssonar sveitarstjóra hefur verið unnið að málinu í tæp tvö ár og hefur mikill áhugi verið fyrir því meðal heimamanna en sveitarfélagið skipaði starfshóp til að vinna að framgangi þess fyrir tæpu ári. Á miðvikudaginn í liðinni viku stóð sveitarfélagið fyrir kynningarfundi um málið í Dalabúð sem var fjölsóttur að sögn Sveins. Þar lýstu fundarmenn yfir skýrum vilja til að stofna framhaldsskóladeild í sveitarfélaginu og nýtur málið því góðs stuðnings heimamanna. Í framhaldinu sótti sveitarfélagið um leyfi til ráðuneytisins. Sveinn segir Dalabyggð hafa sótt um framlag til verkefnisins til Sóknaráætlunar 2020 fyrir Vesturland en framkvæmdaráð áætlunarinnar á eftir að taka umsókn sveitarfélagsins til afgreiðslu.

„Framlag úr sóknaráætlun og leyfi frá ráðuneytinu eru forsendur þess að af verkefninu verði,“ sagði Sveinn sem býst við svörum á næstu vikum en Dalamenn vonast til að af verkefninu gæti orðið næsta haust.

Fáist fjárveiting og blessun stjórnvalda horfa Dalamenn til samstarfs við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi um nýju deildina. Í samtali við Skessuhorn sagði Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari MB að stjórnendur og kennarar skólans hefði mikinn áhuga á samstarfi við Dalamenn. „Við erum reiðubúin að þjónusta deildina og taka þannig þátt með Dalamönnum í verkefninu að því gefnu að erindi þeirra verði samþykkt og að fjármagn til þess fáist,“ sagði Kolfinna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is