Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2013 11:01

Lengi býr að fyrstu gerð

Í síðustu viku útnefndi hópferðafyrirtækið Strætó bs. Gísla Jónsson bílstjóra á leið 57 bílstjóra febrúar mánaðar. Gísli er Borgfirðingur í húð og hár, á uppruna sinn og rætur í Andakílnum, er nánar til tekið frá bænum Innri-Skeljabrekku en hann er sonur hjónanna Jóns Gíslasonar og Kristínar Pétursdóttur. Vagnar á leið 57 ganga á milli Mjóddar í Reykjavík og Akureyrar dag hvern og koma við á fjölmörgum stöðum á leiðinni, svo sem á Akranesi, Borgarnesi, Blönduósi og Sauðárkróki. Gísli hefur jafnan akstur á því að taka við vagni á stoppistöðinni í Borgarnesi og fer þá ýmist suður eða norður allt eftir hvernig skipulagi hvers dags er háttað. Í umsögn Strætó, sem byggð er á ábendingum farþega, er Gísli sagður kurteis og greiðvikinn í framkomu, aksturslag hans öruggt og þjónustulund til fyrirmyndar. Blaðamaður Skessuhorns setti sig í samband við þennan geðþekka bílstjóra af þessu tilefni og ræddi við hann um starf sitt og bakgrunn. Kom í ljós að þar fer maður með mikla þekkingu á akstri og stjórnun véla og nær reynsla hans á þeim vettvangi allt aftur til uppvaxtaráranna í Andakílnum.

 

Rætt er við strætóbílstjórann Gísla Jónsson frá Innri-Skeljabrekku í Andakíl í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is