Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2013 01:01

Náttúran hefur mikil áhrif á listina

Í kvöld, fimmtudaginn 21. mars, mun Þór Magnússon opna listsýninguna „Veðrun og tæring“ í Átthagastofu Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Þór blandar saman efnum í list sinni og vinnur mest með stál, járn, timbur, steina og jafnvel vatn og ís. Blaðamaður Skessuhorns fór í heimsókn til Þórs og ræddi við hann um listsköpun hans. Þór er einn fárra hér á landi sem vinnur með málma og hefur hann nokkuð heimspekilegt viðhorft til verka sinna. „Það sem drífur mig áfram er að vinna með mismunandi efni. Þau koma á jörðina og eru til í aðeins augnablik áður en þau umbreytast. Þau stoppa stutt við og eru öll komin af því sama og verða aftur að því sama á endanum. Tökum eina járnplötu sem dæmi: Endingin á henni er í rauninni augnablik í öllu ferlinu. Allt umbreytist og umveltist og það þykir mér áhugavert að takast á við. Það er alveg eins með okkur mannfólkið, við rétt tiplum tánni niður á jörðina og þá erum við farin ef við horfum á það í samhengi við jarðsöguna. Þetta er bara eitt fótatak,“ segir Þór um jarðlífið en tjáir sig ekki um önnur lífsform eða trúmál.

 

Þór Magnússon á Gufuskálum ræðir um listina í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is