Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2013 12:01

Edduveröld opnuð í kvöld í Englendingavík

Mikið verður um dýrðir í neðri bænum í Borgarnesi í kvöld þegar athafnakonurnar Guðrún Kristjánsdóttir og Jóhanna Erla Jónsdóttir opna formlega Edduveröld, nýtt veitinga- og kaffihús í gömlu verslunar- og pakkhúsunum í Englendingavík. Í Edduveröld verður einnig að finna vinnustofur handverksfólks ásamt galleríi í anda Norrænnar goðafræði og því eiga gestir staðarins þess kosts að skoða margt fróðlegt þar. Að auki stefnir Safnahús Borgarfjarðar á sögusýningu í efra pakkhúsi víkurinnar. Húsin í Englendingavík eiga sér merka sögu en þar var meðal annars starfsemi Kaupfélags Borgfirðinga í fjölmörg ár um miðbik síðustu aldar. Síðast voru Brúðuheimar þar til húsa. Að sögn Guðrúnar er mikil tilhlökkun hjá henni og Erlu fyrir opnuninni.

Þær hafa ráðið þrjá starfsmenn í vinnu auk þeirra sjálfra en þeim mun sennilega fjölga þegar nær dregur sumri. Guðrún segir þær hafi orðið varar við mikinn áhuga í samfélaginu fyrir framtaki þeirra. „Fólk er ánægt með að komið sé líf í Englendingavík á nýjan leik. Við finnum fyrir mikilli jákvæðni í samfélaginu og það gefur okkur góð fyrirheit fyrir framhaldið,“ segir Guðrún og þakkar fyrir meðbyrinn fyrir hönd þeirrar Erlu.

Edduveröld opnar formlega kl. 20 í kvöld fyrir gestum og mun sjálfur Gylfi Ægisson mæta troða upp frá kl. 21. „Við verðum með smá dagskrá fyrir boðsgesti frá kl. 18 en opnum fyrir gesti kl. 20. Opnunartími Edduveraldar verður síðan á sunnudögum til fimmtudaga frá kl. 10-23 og á föstudögum og laugardögum frá kl. 10-01. Fjölbreytt dagskrá er síðan framundan. Á laugardaginn mun trúbadorinn Ingvar Valgeirsson leika tónlist fyrir gesti frá kl. 21 en einnig höfum við bókað trúbadorinn Halla Reynis síðasta vetrardag 24. apríl. Það er því ýmislegt á döfinni í Edduveröld á næstunni,“ segir Guðrún sem býður alla gesti velkomna í Englendingavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is