Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2013 04:01

Bjargasteinn fluttur í Borgarnes

Í gærkvöldi var húsið Bjargasteinn tekið af sökkli sínum við Vesturgötu 64 á Akranesi og flutt í Borgarnes þar sem unnið verður við endurbyggingu þess. SÓ húsbyggingar keyptu húsið, bjuggu það til flutnings og lét fyrirtækið nú flytja það að verkstæðishúsi sínu við Vallarás í Borgarnesi. Það var Akraneskirkja sem keypti Bjargastein fyrir tæpum fimm árum af Christel Einvarðsson sem hafði þá búið þar í áratugi ásamt manni sínum Jósef Einvarðssyni og fjölskyldu. Þegar húsið er nú horfið af stalli sínum verður hægt að fjölga bílastæðum við Akraneskirkju og safnaðarheimilið Vinaminni.

 

 

 

 

Flutningur hússins gekk vel, að sögn Stefáns Ólafssonar byggingameistara hjá SÓ húsbyggingum. Sagði hann að fara hefði þurft nokkrar krókaleiðir innanbæjar á Akranesi til að losna við hraðahindranir og umferðarskilti sem víða eru við göturnar. Stefán segir húsið í mjög góðu ástandi miðað við aldur og að það hafi verið múrhúðað á sínum tíma. „Yfirleitt eru þessi timburhús sem hafa verið múrhúðuð ónýt af fúa og myglu en þetta hús er í fínu standi og því verður spennandi verkefni að gera það sem nýtt,“ segir Stefán. Aðspurður segist hann vonast til að finna húsinu verðugt hlutverk í framtíðinni en það verði boðið til sölu að loknum endurbótum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is