Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. mars. 2013 05:38

Skrifað undir samninga um sóknaráætlun landshlutanna

Í dag var skrifað undir sóknaráætlanir ríkisins við átta landshlutasamtök. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu er sagt að með samningunum sé brotið blað í sögu samskipta landshlutasamtakanna við Stjórnarráðið þegar kemur að úthlutun opinberra fjármuna til einstakra verkefna innan landshluta. Með samningunum er staðfest nýtt verklag sem einfaldar þessi samskipti, gerir þau skilvirkari og stuðlar að bættri nýtingu fjármuna. Markmiðið er að færa aukin völd og aukna ábyrgð til landshlutanna við forgangsröðun og skiptingu opinbers fjár sem rennur til verkefna á sviði byggða- og samfélagsþróunar. Í fyrstu eru verkefnin sem falla undir sóknaráætlanirnar tengd atvinnumálum og nýsköpun, markaðsmálum, menntamálum og menningarmálum. Í kjölfarið er gert ráð fyrir að aðrir þættir byggðamála á borð við velferðarmál og þróun innviða falli undir sama verklag.

 

 

 

„Nú renna um fimm milljarðar króna frá ríki til landshluta á grundvelli um 200 samninga um styrki eða aðra fjármögnun verkefna sem ekki eru á forræði ríkisins. Ef það nýja verklag sem nú er tekið upp reynist vel skapar það grundvöll fyrir því að enn stærri hluti fjárframlaga ríkisins til landshluta verði færður í þennan nýja farveg. Sóknaráætlanir landshlutanna yrðu þannig hafðar til hliðsjónar við stefnumótun og áætlanagerð ríkisins og hefðu grundvallar þýðingu fyrir byggðamálin í heild sinni,“ segir í tilkynningu.

 

Með undirritun samninganna um sóknaráætlanir landshlutanna hafa alls 73 verkefni verið samþykkt og fengið úthlutað samtals 400 milljónum króna úr ríkissjóði og eru mótframlög verkefnanna a.m.k. 220 m.kr. til viðbótar.

 

 

80 milljónum úthlutað

Alls verða 45,9 milljónum króna varið til sjö verkefna úr sóknaráætlun á Vesturlandi á þessu ári en við þá upphæð bætast alls 33,9 milljóna króna mótframlag sem væntanlega kemur úr stoðsjóðum atvinnulífsins á svæðinu og sveitarfélögum. Hæsta framlagið fer til verkefnis sem miðar að því að bæta ferðaþjónustuna á Vesturlandi utan háannatímans, eða alls 18 milljónir króna. Verkefnið Beint frá býli – matarsmiðja fær úthlutað 16 milljónum til að bæta aðstöðu matvælaframleiðslu. Verkefni sem miðar að því að auka framleiðni í matvælaiðnaði fær úthlutað tíu milljónum og sömu upphæð fá verkefnin Atvinnulíf og skóli sem hefur það markmið að auka formlegt samstarf skólastofnana og atvinnulífs í landshlutanum og verkefnið Markaðssetning og nýsköpun í ferðaþjónustu. Verkefni til eflingar Grundartangasvæðinu fær úthlutað 9,8 milljónum króna og þá fær verkefnið Dreifnám í Dölum úthlutað 6 milljónum króna. Samtals eru er því gert ráð fyrir úthlutun að upphæð 79,8 milljónum króna til þessara sjö verkefna á Vesturlandi á árinu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is