Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2013 08:01

Gáfu HVE hjartastuðtæki sem verður í Reykholti

Félagsmenn í Neista, félags slökkviliðsmanna í Borgarbyggð, færðu Heilbrigðisstofnun Vesturlands að gjöf nýtt hjartastuðtæki á sunnudaginn en afhending tækisins fór fram í slökkvistöðinni í Reykholti þar sem tækið verður staðsett í framtíðinni. Við sama tilefni ákváðu forsvarsmenn HVE að koma súrefnistösku með tilheyrandi tækjum fyrir í slökkvistöðinni auk þess sem Björgunarsveitin Ok lagði stöðinni í té spelkur, bakbretti og hálskraga. Alls mættu 25 manns á afhendinguna í Reykholti á sunnudaginn en flestir þeirra starfa ýmist við sjúkraflutninga, björgunarsveitastörf eða slökkviliðsstörf.

Ákveðið hefur verið að mynda hjálparteymi í kringum búnaðinn í Reykholti sem heimamenn í næsta nágrenni stöðvarinnar, sem starfa í björgunarsveit eða í slökkviliðinu, munu skipa. Að sögn Hauks Valssonar sjúkraflutningamanns hjá HVE í Borgarnesi og stjórnarmanns í Neista mun HVE sjá um að þjálfa teymið í notkun á búnaðinum. „Útkallsteymið verður sett í útkallsgrunn Neyðarlínunnar. Þetta þýðir að þegar neyðarkall berst getur Neyðarlínan kallað út teymið á vettvang með búnað til að veita fyrstu hjálp á meðan sjúkrabíllinn er á leiðinni. Í Húsafelli er geymdur samskonar búnaður og er þar einnig útkallsteymi sem er ávalt tilbúið þegar kallið kemur. HVE mun síðan sjá um eftirlit og viðhald með búnaðinum,“ sagði Haukur í samtali við Skessuhorn. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is