Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2013 06:15

Síðasta loðnan á vertíðinni til Akraness

Skip HB Granda náðu að klára loðnukvótann á þessari vertíð á föstudaginn þegar Faxi RE landaði á Akranesi 780 tonnum. Að sögn Alberts Sveinssonar skipstjóra á Faxa þurfti ekki færri en 15-16 köst til að ná þessum afla. Í sumum köstunum fékkst enginn afli og mest var þetta hængur og hrygnd loðna, en ekkert varð vart við hrognafulla loðnu. Nú tekur við kærkomið páskafrí hjá sjómönnum á loðnuskipunum en næst verður hugað að kolmunnaveiðum í byrjun aprílmánaðar.

HB Grandi gerði út þrjú skip til loðnuveiðanna, Ingunni AK, Faxa RE og Lundey NS og eftir að aukið var við kvótann bættist Víkingur AK í hópinn. Guðmundur Hannesson verkstjóri í mjölverksmiðju HB Granda á Akranesi segir að væntanlega verði lokið við að bræða á miðvikudag. Á loðnuvertíðinni núna var tekið á móti 25 þúsund tonnum til bræðslu, sem er talsvert minna en í fyrra þegar brædd voru 42 þúsund tonn. Guðmundur segir að þar muni mestu um að loðnan kom tæpum mánuði seinna til bræðslu á Akranes núna en í fyrra, 16. febrúar í stað 18. janúar 2012. Það var sökum þess að ákvörðun um viðbótarkvóta kom mun seinna í ár en í fyrra. Þá var heildarmagn frystra loðnuhrogna hjá HB Granda á Akranesi heldur minna núna en síðustu ár þegar fryst voru um 2000 tonn. Hrognafylling var mjög góð á vertíðinni núna og hráefnið í frystinguna því mjög gott eins og reyndar var einnig í bræðslunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is