Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2013 10:07

Skallagrímsmenn úr leik í úrslitakeppninni

Annar leikur Skallagríms og Grindavíkur í átta liða úrslitum Dominos deildar karla fór fram í Borgarnesi í gærkvöld. Stuðningsmenn liðanna fjölmenntu og var góð stemning í stúkunni. Leikurinn fór jafnt af stað og skiptust liðin á að hafa forystu. Um miðbik fyrsta leikhluta skutust Grindvíkingar fram úr Borgnesingum með góðum körfum fyrir utan þriggja stiga línuna og höfðu yfir að leikhlutanum loknum 19:30. Gestirnir héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta, léku fasta vörn og umfram allt góðan sóknarleik. Borgnesingar höfðu fáa mótleiki í stöðunni og þegar liðin gengu til hálfleiks var staðan 38:54 fyrir Grindvíkinga.

Skemmst er frá því að segja að seinni hálfleikur var eign Grindvíkinga. Forskot gestanna fór mest í þrjátíu stig í upphafi fjórða leikhluta en Borgnesingar náðu þó að klóra í bakkann áður en leiknum lauk og urðu lokatölur 78:102.

Líkt og fyrri daginn var Carlos Medlock stigahæstur í liði Skallagríms með 31 stig. Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 14 stig og þá skoraði reynsluboltinn Sigmar Egilsson 9 stig. Einnig skoruðu Hörður Hreiðarsson 8 stig, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2, Trausti Eiríksson 2 og Egill Egilsson 2.

Þar með hafa Borgnesingar lokið þátttöku sinni í Íslandsmótinu í ár. Tímabil þeirra hefur einkennst af töluverðum meiðslum lykilmanna og öðrum skakkaföllum og geta Skallagrímsmenn því borið höfuðið hátt með árangur sinn, áttunda sæti og þátttaka í úrslitakeppninni. Ánægjuna með árangurinn létu stuðningsmenn liðsins í ljós í leikslok en undir forystu Fjósamanna, stuðningsmannaklúbbs Skallagríms, sungu þeir stuðningssöng liði sínu til heiðurs. Skallagrímsmenn ganga því sáttir til sumarfrís.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is