Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2013 03:01

Telja um fráleita gjaldtöku að ræða

Tveir garðyrkjubændur í Borgarfirði eru ósáttir við vinnubrögð Orkuveitu Reykjavíkur við útreikning og gjaldtöku vegna frárennslisgjalda á lögbýlum þeirra. Gjaldskrá sína fyrir skólp miðar Orkuveitan við fermetrastærð gróðurhúsa á viðkomandi garðyrkjustöðvum jafnvel þótt affall frá þeim fari annað og tengist ekki hreinsimannvirkjum OR. Þannig er garðyrkjustöðinni Laugalandi í Stafholtstungum gert að greiða um 1,8 milljón króna á ári í skólpgjald en stöðin er 3.600 fermetra gróðurhús. Þar eru þrjú salerni sem tengjast skólplögninni sem rukkað er fyrir. Garðyrkjustöðin Varmaland í Reykholti er um 2.000 fermetrar og þar er ábúendum gert að greiða 810.000 krónur á ári í skolpgjöld sérstaklega fyrir garðyrkjustöðina, auk gjaldtöku fyrir íbúðarhús. Drenlögn frá gróðurhúsunum tengist ekki frárennslismannvirkjum OR. Sveinn Björnsson á Varmalandi og Þórhallur Bjarnason á Laugalandi eru báðir forviða yfir þessari gjaldtöku og segja hana út í hött hvernig sem á það sé litið. Sem viðbrögð við umkvörtunum sínum til OR hafa þeir fengið þau svör að þeir verði bara að kæra álagninguna til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

 

Nánar er fjallað um málið í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is