Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2013 12:31

Gamla brúin yfir Gljúfurá að hruni komin

Gamla brúin yfir Gljúfurá, skammt frá Baulu, hefur frá því að ný brú var tekin í notkun á Þjóðvegi I fyrir mörgum árum, verið nýtt fyrir umferð ríðandi og gangandi fólks. Gamla brúin er nánast við hlið þeirrar nýju en lítt áberandi frá veginum. Vegfarandi sem brá sér út fyrir þjóðveginn á dögunum veitti athygli að gamla brúin er orðin mjög hættuleg yfirferðar, eftir að vængur við annan stólpa hennar sem heldur vegfyllingunni brotnaði frá stólpanum og féll niður í gilið. Nú heldur ekkert fyllingunni og hrunið gæti frá brúarstólpanum þá og þegar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Skessuhorn hefur fengið er ekki gert ráð fyrir bílaumferð um brúna, en grjót sem hindra átti þá umferð hafa verið fjarlægð. Til stendur að loka brúnni fyrir umferð og jafnvel er farin af stað umræða um að hún verði rifin, enda verður umferð þarna um, hvað þá bílaumferð, að teljast afar varasöm og beinlínis hættuleg. Kristberg Jónsson í Baulu skoðaði aðstæður fyrir Skessuhorn og kvaðst sjá að bíll hafi farið yfir brúna nýlega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is