Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2013 01:01

Matvælastofnun hætt að sinna lögbundnu viðhaldi sauðfjárveikivarnagirðinga

Víða um land eru sauðfjárveiki-varnagirðingar sem hafa þann tilgang að koma í veg fyrir að sauðfé flakki milli sýslna og varnarhólfa til að draga sem mest úr smithættu skæðra sauðfjársjúkdóma. Þannig eru 23 skilgreind varnarhólf fyrir sauðfé í landinu. Í viðhald girðinganna hefur ríkisvaldið lagt nokkra tugi milljóna á undanförnum árum, en nú bregður svo við að Matvælastofnun, sem á að sjá um útdeilingu peninga til lögbundins viðhalds þessara girðinga, segist ekki hafa fjármuni í verkefnið. Árleg útgjöld við viðhald sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu hafa farið minnkandi ár frá ári. Þannig var árið 2008 greiddar tæpar 39 milljónir króna í girðingaviðhald, en þeir fjármunir farið minnkandi með hverju árinu. Áætlað er að 12 milljónir hafi farið í málaflokkinn árið 2012 og dugði ekki til. Eins og fyrr segir verður ekki króna varið í málaflokkinn á þessu ári.

Sauðfjárbændur eru mjög uggandi yfir þessari stöðu mála, enda þykir öruggt að svokölluðum línubrjótum muni fjölga, en það er fé sem kemst í gegnum sauðfjárveikivarnagirðingar. Því er undantekningalaust slátrað. Ef girðingaviðhaldi verður hætt má gera ráð fyrir að þúsundir fjár rjúfi varnargirðingar og bíði þar af leiðandi ótímabærs dauðdaga í næstu sýslu með tilheyrandi tjóni fyrir bændur. Í svari atvinnuvegaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns á yfirstandandi þingi kom fram að línubrjótar á öllu landinu árið 2010 voru 693 kindur en 325 kindur árið 2011.

Þorsteinn Ólafsson, sérfræðingur í sauðfjársjúkdómum hjá Matvælastofnun, sagði í samtali við RUV að margar girðingar séu orðnar gamlar og úr sér gengnar. Nauðsynlegt sé því að styrkja mikilvægar girðingar eins og þær sem skilja á milli Vesturlands og Húnavatnssýslna. „Það fer alltaf eitthvað af fé þar yfir með áhættu vegna flutninga á sjúkdómum,“ segir Þorsteinn. Hann segir að riðuveiki geti borist í Borgarfjörð ef línum í Húnavatnssýslum er ekki haldið við. Sem betur fer hafi ekki komið upp riðutilfelli í tvö ár. Fram kom í fréttum RUV að Matvælastofnun telur sig þurfa 24 milljónir á ári til að sinna nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum á varnargirðingum. Þá þurfi 12 milljónir til að rífa upp gamlar girðingar sem hafa verið aflagðar en þær geta verið hættulegar fyrir búfénað séu þær látnar liggja hálffallnar. Ekki hafi verið til fjármagn til að ráðast í þá vinnu. „Það kostar talsvert að taka upp þessar gömlu girðingar og er nauðsynlegt, bæði skylda og svo er slysahætta af þessum girðingum. Það verður bara að viðurkennast,“ sagði Þorsteinn í samtali við RUV.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is