Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2013 09:01

Færeyskur Akurnesingur sem er hönnuður hjá Skaganum

„Líklega hefur það verið svipað uppeldið hjá okkur færeysku strákunum og var hér á Akranesi á þessum árum. Við vorum í fjörunni og á bryggjunni. Svo vorum við að laumast í fuglabjörgin á vorin,“ segir Johannes Simonsen verkfræðingur og hönnuður hjá Skaganum hf. á Akranesi. Johannes er fæddur í Þórshöfn í Færeyjum 1965 og ólst þar upp. Hann byrjaði ungur á sjónum, eins og margir Færeyingar, en kláraði þó menntaskóla í Þórshöfn. Síðan lá leiðin til Íslands þar sem Johannes kynntist verðandi konu sinni Þórdísi Skúladóttur frá Akranesi. Hann flutti til Akraness og vann fyrst við smíðar með tengdapabba sínum og mági. Eftir það lá leiðin aftur á sjóinn, fyrst á togurum frá Akranesi en síðan á frystitogara frá Skagaströnd og þangað flutti fjölskyldan um tíma. Þegar Johannes var kominn yfir þrítugt hélt hann í verkfræðinám til Danmerkur og lauk því með sóma á fjórum árum. Þá lá leiðin til Akraness aftur þar sem hann fékk strax vinnu hjá Skaganum og þar hefur hann verið síðan við hönnun á tæknibúnaði.

 

Ítarlegt viðtal við Johannes Simonsen má finna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is