Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2013 10:01

Hefur alltaf lifað og hrærst í fótboltanum

Á árum áður var á Akranesi afburða kvennalið í knattspyrnu sem sópaði að sér titlum, einkum var liðið sigursælt í Bikarkeppni KSÍ, vann þann titil fjórum sinnum. Síðustu árin hafa vaxið upp mjög efnilegar knattspyrnukonur á Skaganum og miklar vonir eru bundnar við lið meistaraflokks sem á síðasta ári tók þátt í deildarkeppni á Íslandsmóti eftir nokkurra ára hlé. Á dögunum urðu þjálfaraskipti hjá kvennaliði ÍA. Elvar Grétarsson, sem þjálfað hefur liðið síðustu misseri með ágætum árangri, var þá sagt upp störfum og við þjálfuninni tók ein af gömlu hetjunum frá því í lok níunda áratugarins og á þeim tíunda, Magnea Guðlaugsdóttir. Magnea kemur úr einum af mörgum fótboltafjölskyldum á Akranesi. „Ég man aldrei eftir öðru en mikið hafi verið talað um fótbolta í kringum mig. Pabbi minn var í fótbolta og við öll sex systkinin. Og ekki snerist lífið svo minna um fótbolta eftir að ég kynntist manninum mínum,“ segir Magnea sem gift er Stefáni Þór Þórðarsyni sem gerði garðinn frægan með ÍA, Norköping, Öster, Stoke og fleiri liðum.

 

Nánar er spjallað við Magneu Guðlaugsdóttur í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is