Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. mars. 2013 11:01

Ungur Borgfirðingur tekinn við hótelstjórn í Reykholti

Borgfirðingurinn Arnþór Pálsson frá Signýjarstöðum í Hálsasveit hefur tekið við stöðu hótelstjóra á Fosshóteli Reykholti og er einn yngsti hótelstjórinn á Vesturlandi ef ekki á landinu öllu enda einungis 26 ára gamall. Fosshótel Reykholt er 53 herbergja hótel sem er í Reykholti, hinum sögufræga stað sagnaritarans og stórhöfðingjans Snorra Sturlusonar. Arnþór segir hótelstjórn vera spennandi verkefni að leysa sem leggist vel í sig. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þó nokkra reynslu sem nýtist honum í starfi. „Ég hef verið meira og minna í kringum hótel- og veitingarekstur síðan ég var 15. ára gamall. Fyrsta vinnan mín var í uppvaskinu hér í Reykholti en þar hef ég unnið öðru hverju æ síðan. Í bland hef ég reynslu frá hinum og þessum stöðum í héraðinu og vann til dæmis um tíma hjá Hótel Hamri, Ferðaþjónustunni í Húsafelli, Mótel Venus og í Fossatúni. Segja má að ég hafi sinnt öllum verkum sem veitinga- og gistirekstri tengjast á þessum ellefu árum – þjónað, eldað, verið í móttökunni og sinnt þrifum,“ segir Arnþór sem hefur síðustu tvö ár verið í föstu starfi á hótelinu í Reykholti.

 

Arnþór Pálsson hótelstjóri á Fosshóteli Reykholti er í viðtali í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is