Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2013 03:53

Leyfum vegna sinuelda frestað

Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð segir ástandið gagnvart sinueldunum óviðundandi, en Slökkvilið Borgarbyggðar barðist gegn sinueldum sem höfðu farið úr böndum á tveimur stöðum í gær, í Gröf í Lundareykjadal og á Stafholtsveggjum. Þegar leyfi hefur verið veitt þarf að tilkynna það slökkviliðsstjóra með sex tíma fyrirvara. Þegar blaðamaður Skessuhorns hafði samband við Bjarna í morgun var hann þá um morguninn búinn að fá tilkynningu um leyfi fyrir sinubruna á tveimur stöðum í Andakíl. Hann sagðist hafa tekið sér það vald að fresta leyfunum vegna þeirra miklu þurrka sem nú eru hvarvetna í gróðurlendi.

Jón Einarsson fulltrúi hjá sýslumannsembættinu í Borgarnesi segir að embættið sé ekki í stakk búið til að neita leyfum fyrir sinubrunum, en fullur vilji sé hjá embættinu að banna sinubruna alfarið.

Þrjú ár séu frá því embættið sendi Umhverfisstofnun bréf þar sem bent var á þau vandræði sem af sinubrennum hljótast og spurning hvort rétt sé að breyta lögunum eða jafnvel afnema þau. Ekkert hafi síðan gerst og 6. mars sl. hafi hann sent fyrirspurn þar sem ítrekað var að embætti Sýslumannsins í Borgarnesi hafi gagnrýnt núverandi reglur og talið nauðsyn að breyta þeim, bæði vegna hagsmuna almennings varðandi loftgæði og af umhverfisástæðum. Hvorug stofnunin hafi veitt svör. Að síðustu má geta þess að mikill reykur hefur stigið upp frá Melasveit tvo síðustu daga, þar sem sina er brennd til að undirbúa kornakra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is