Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2013 09:59

Góður rekstur Hvalfjarðarsveitar

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2012 var til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 26. mars sl. Ársreikningurinn sýnir góðan rekstur á árinu og góða fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í árslok. Rekstrarafgangur var 103,3 milljónir króna eða um 17,1% af rekstrartekjum. Allar kennitölur bera vott um góða fjármálastjórn og traustan rekstur. Rekstrartekjur ársins voru 622 milljónir, 14 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir Rekstargjöld voru 526 millj. og hækkuðu um níu milljónir frá árinu 2011. Handbært fé í árslok nam 71,2 milljónum sem sýnir sterka lausafjárstöðu sveitarfélagsins þrátt fyrir gríðarlega fjárfestingar á undanförnum árum.

Meginniðurstaða efnahagsreiknings er að fastafjármunir nema 1.975 milljónum, eignir samtals 2.102 milljónir og skuldir og skuldbindingar samtals 95 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins var í árslok 2.107 milljónir eða um 95% af heildarstöðu efnagasreiknings. Gjaldfrekasti málaflokkurinn voru fræðslumál, en til þeirra var varið 321,8 milljónum, 55,2% af tekjum sveitarfélagsins, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir tíu milljón króna lægri upphæð. Á síðasta ári var hafin framkvæmd við gerð nýs sparkvallar við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Íbúar sveitarfélagsins voru í árslok 626.

Í tilkynningu vegna ársreiknings segir að sköttum og þjónustugjöldum sé stillt í hóf og er Hvalfjarðarsveit eitt fárra sveitarfélaga sem ekki fullnýtir heimild til hámarks álagningar útsvars. Hvalfjarðarsveit leggur áherslu á fjölskylduvænt samfélag og trausta fjármálastjórnun. Þar er nægt framboð íbúða- og atvinnulóða og vill sveitarstjórn með því laða nýja íbúa í sveitarfélagið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is