Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2013 08:01

Skógræktarfélag Skilmannahrepps hlaut umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar

Umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2012 voru veitt þriðjudaginn 26. mars síðastliðinn. Það voru íbúar sveitarfélagsins sem tilnefndu fyrirtæki og félög til verðlaunanna. Að þessu sinni komu þau í hlut Skógræktarfélags Skilmannahrepps. Fjórir aðilar til viðbótar voru tilnefndir til verðlaunanna: Faxaflóahafnir sf., Kjalardalur, Bjarteyjarsandur og Ferstikla.

Umhverfis- skipulags og byggingarnefnd var einróma um að veita umhverfisverðlaunin árið 2012 til Skógræktarfélags Skilmannahrepps. Í tilnefningunni er vakin athygli á því öfluga og óeigingjarna starfi sem unnið hefur verið á vettvangi skógræktarfélagsins um áratuga skeið. Stöðugt hafi verið unnið að því að búa til nýjar gönguleiðir í skógræktinni og viðhalda eldri stígum.

„Göngustígarnir, nýir og gamlir, eru alltaf snyrtilegir og vel umgengnir og þangað er sérlega gott að koma. Skógræktin í Fannahlíð er einn af fjársjóðum sveitarinnar, enda er metnaður lagður í að halda svæðinu til fyrirmyndar. Ákaflega vel að verki staðið og umhirða öll til fyrirmyndar,“ segir m.a. í umsögn nefndarinnar.

Í tilkynningu segir að umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar séu hugsuð til að vekja athygli á því að víða í sveitarfélaginu eru einstaklingar og fyrirtæki að leggja sitt að mörkum í þágu umhverfisins, með ýmsum hætti. Verðlaunin eru veitt árlega og var auglýst eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins. Því megi segja að í tilnefningunni felist ekki síður viðurkenning en verðlaununum sjálfum þar sem hún er viðurkenning á því að það starf sem tilnefnt er hefur vakið athygli íbúa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is