Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2013 09:01

Miðaldaböð metin sem forgangsverkefni

Í skýrslu sem breska ráðgjafarfyrirtækið PKF vann fyrir Íslandsstofu um langtímastefnu ferðaþjónustu á Íslandi á dögunum er verkefnið Miðaldaböð metið sem eitt af forgangsverkefnum í fjárfestingu í greininni. Það eru hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir í Landnámssetrinu í Borgarnesi sem hafa unnið að verkefninu síðustu ár en samkvæmt áætlunum þeirra eiga Miðaldaböðin að vera í landi Hraunsás 2 í Hálsasveit í Borgarfirði. Samkvæmt skýrslu PKF þá á uppbygging ferðaþjónustu á Íslandi til framtíðar að miðast að því að byggja upp stóra ferðamannasegla víðsvegar um land og dreifa þannig ferðamannastraumnum sem víðast um landið. Einnig er mælt með að uppbygging skuli miðast við að skapa grundvöll fyrir heilsársferðamennsku og lengja þannig ferðamannatímabilið.

PKF mælir með uppbyggingu 5-10 verkefna á næstu árum að þessu markmiði og mælir ráðgjafarfyrirtækið með fimm verkefnum sem nú þegar er hafinn undirbúningur að. Miðaldaböð er eitt þeirra. PKF segir að verkefni sem þetta hafi góða möguleika til að vinna að þeim langtímamarkmiðum sem skýrslan greinir frá. Að sögn Kjartans Ragnarssonar eru þessi meðmæli veigamikil viðurkenning fyrir verkefnið. Staða þess sé nú þannig að viðræður standa yfir við mögulega fjárfesta en í þeirri vinnu nýtur verkefnið fulltingis fyrirtækisins Arctic Finance.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is