Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2013 10:22

Sigur Snæfells í fyrsta leik gegn Stjörnunni

Það stefnir í rosalegt einvígi Snæfells og Stjörnunnar í fjögurra liða úrslitum úrslitakeppni Dominosdeildarinnar í körfu. Það sást vel þegar liðin mættust í Hólminum í gærkveldi og Snæfell vann með minnsta mögulega mun 91:90. Þetta var leikur stórskyttnanna í báðum liðum, leikurinn jafn allan tímann og lokamínúturnar þrungnar spennu.

Leikurinn fór fjörlega af stað og mikið skorað. Staðan var jöfn 30:30 eftir fyrsta leikhluta og áfram var leikurinn jafn fram undir hálfleiks hléið. Þá náðu Stjörnumenn að stoppa Snæfellinga í nokkrum sóknum og gestirnir leiddu í hálfleik 48:56.

Hafi einhver haldið að Stjörnumenn væru að stinga af í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir byrjuðu með þristi og kræktu sér í 11 stiga forskot, var það röng ályktun. Snæfell svaraði með tíu stigum í röð og komust síðan yfir 63:61. Snæfellingar voru sterkari í fráköstunum og það telur í jöfnum leik. Jón Ólafur Jónsson, Nonni Mæju, fór fyrir sínum mönnum, en hann setti niður tvo þrista og kom sínu liði í 83:77. Justin Shouse kom Stjörnunni yfir 83:84 en Jay Threatt svaraði 86:84 og skotsýning í Hólminum þar sem 24 þristar voru dottnir og bæði lið með 42-45% nýtingu. Spennan var í hámarki og þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 88:86 fyrir Snæfell. Justin setti niður þrist, Nonni Mæju svaraði strax með öðrum, 91:89. Justin fór á línuna, 91:90, og Snæfell hélt í sókn og klikkaði. Jay Threatt tók boltan af Jarrid Frye í síðustu sókn Stjörnunnar og síðustu 3-4 sekúndur leiksins runnu út.

Jón Ólafur skoraði 29 stig fyrir Snæfell og tók 5 fráköst. Jay Threatt skoraði 25 stig, tók 6 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Ryan Amaroso skoraði 20 stig og hirti hvorki fleiri né færri en 15 fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Hafþór Ingi Gunnarsson og Ólafur Torfason skoruðu 5 stig hvor og Sigurður Á Þorvaldsson 2. Hjá Stjörnunni skoraði Jarrid Frye 23 stig og Justin Shouse 22. Næsti leikur liðanna verður í Ásgarði í Garðabæ á föstudagskvöldið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is