Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2013 11:01

Lionsmenn gáfu blöðruskanna til HVE

Félagar í Lionsklúbbi Akraness kalla það uppskeruhátíð þegar þeir kalla fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og sjúkrahússins á Akranesi á fund til að afhenda gjafir. Það gerist gjarnan þegar sumarmálin nálgast. Í gærkvöldi afhenti Lionsklúbbur Akraness til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands ómskoðunartæki á þvagblöðru, svokallaðan blöðruskanna. Tæki sem kostar um 1,6 milljónir króna.

Gestur Sveinbjörnsson formaður Lionsklúbbsins afhenti Guðjóni Brjánssyni forstjóra HVE tækið og Valdís Heiðarsdóttir hjúkrunarstjóri lyflækningadeildar skýrði notkun þess og gagnsemi fyrir sjúkrahúsið, en þar er það notað á öllum hæðum og er mjög þarft. Valdís segir að það tæki sem fyrir var á sjúkrahúsinu hafi verið umsetið og full þörf verið fyrir öðru tæki. Trausti Valdimarsson meltingarfræðingur og Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga sögðu að skoðun með blöðruskannanum gerði í mörgum tilvikum óþarfa uppsetningu á þvaglegg, sem oft fylgir talsverð sýkingarhætta.

Í máli Guðjóns Brjánssonar forstjóra HVE kom fram að ómetanlegt væri fyrir stofnunina að eiga að félagasamtök eins og Lionsklúbb Akraness sem árlega gefa tæki til sjúkrahússins. Gestur Sveinbjörnsson formaður Lionsklúbbsins segir að um 75% af aflafé klúbbsins fari til tækjakaupa á sjúkrahúsið á Akranesi. Megin fjáröflun Lionsklúbbsins er uppsetning ljósakrossa og lýsing í kirkjugarðinum á Akranesi á jólaföstunni og yfir hátíðirnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is