Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2013 12:01

Þrír sendiherrar heimsóttu Grundarfjörð

Í febrúar og mars fóru þrír sendiherrar í heimsókn í Grundarfjörð. Það voru Marc Bouteiller sendiherra Frakklands, Stuart Gill sendiherra Bretlands og Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjanna. Franski sendiherrann lagði leið sína til Grundarfjarðar vegna vinabæjartengsla Grundarfjarðar við Paimpol í Frakklandi. Sá breski vildi kynna sér Grundarfjörð vegna þess mikla fjölda ferðamanna frá Bretlandi sem hafa komið til Grundarfjarðar undanfarið og var þetta fyrsta opinbera heimsókn hann á landsbyggðinni. Luis Arreaga sendiherra Bandaríkjanna hefur áhuga á hvalaskoðun og vildi kynna sér bæinn og hann hafði frumkvæði að heimsókn sinni í Grundarfjörð.

Á bloggsíðu bandaríska sendiherrans segir hann frá heimsókninni og virðist hafa haft gaman af. Allir kynntu þeir sér starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja í Grundarfirði og einnig heimsóttu þeir Fjölbrautarskóla Snæfellinga og kynntu sér starfssemina þar. Grundarfjarðarbær hefur vakið mikla athygli undanfarið vegna háhyrninganna sem haldið hafa til á svæðinu í vetur og fóru sendiherrarnir meðal annars í hvalaskoðun með Láka tours. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is