Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2013 06:15

Uppheimar efla Undirheima

Bókaútgáfan Uppheimar á Akranesi hefur undanfarið ár starfrækt bókaklúbb undir heitinu Undirheimar sem sérhæfir sig í skandínavískum glæpasögum. Undir nafni klúbbsins hafa Uppheimar sett í dreifingu fimm glæpasögur á ári til félaga klúbbsins, svokallaða vetrar-, páska, vor-, sumar- og haustkrimma. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar hjá Uppheimum hafa bækur Undirheima notið það mikilla vinsælda að ákveðið hefur verið að gefa út allar glæpasögur á vegum fyrirtækisins undir merkjum Undirheima. „Upphaflega pælingin var sú að hafa þetta einungis bókaklúbb en sökum aukinna vinsælda glæpasagna okkar þá höfum við ákveðið að fara þessa leið. Með þessu aðgreinum við útgáfu glæpasagna frá útgáfu annarra bókmennta sem við gefum út. Okkur finnst nafnið Undirheimar nokkuð sniðugt og vel við hæfi. Nafnið vísar til hins neðra og skuggalega sem er kannski meira við hæfi þegar sögur af glæpum eru annars vegar. Nafnið kallast líka skemmtilega á við nafn útgáfunnar sem vísar til æðri heima eins og himnaríki,“ segir Kristján sem segir Undirheima vera eitt af skrásettum vörumerkjum Uppheima.

 

Nánar er fjallað um Undirheima í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is