Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2013 03:01

Heitt í kolunum vegna sinuelda í Borgarfirði

Ekki er ofsagt að heitt sé í kolunum vegna sinuelda sem ítrekað farið hafa úr böndum í Borgarfirði að undanförnu, þar sem í sumum tilfellum hafa ekki verið fengin leyfi fyrir að brenna sinu. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð og Hulda Guðmundsdóttir skógarbóndi á Fitjum í Skorradal eru ómyrk í máli vegna þessa, en bæði hafa þau beitt sér í gerð viðbragðsáætlana vegna gróðurelda og stóðu að málþingi um það efni fyrir örfáum vikum. Bjarni vill ganga svo langt að banna sinuelda og í það minnsta að bændur og landeigendur sem fá slíkt leyfi þurfi að kaupa tryggingar, þannig að allur kostnaður svo sem tjón vegna sinubruna á nærliggjandi svæðum verði greitt. Hulda á Fitjum segir að hreppsnefnd Skorradals sem hún á sæti í hafi bannað sinubruna í sveitarfélaginu. Hulda furðar sig á því að sýslumannsembætti skuli leyfi sinubruna við þær aðstæður sem nú eru. „Mér er sagt að gömul tré skammt frá húsinu í Gröf hafi fuðrað upp eins og eldspýtur. Það er augljóst hvað myndi gerast hér í Skorradal ef sinueldur færi úr böndum,“ segir Hulda á Fitjum. Þrátt fyrir það voru eldar kveiktir á svæði í dalnum í vikunni, fóru þeir úr böndum og þurfti slökkvilið að koma á vettvang.

 

Ítarlega fréttaskýringu um sinuelda er að finna í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is