Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2013 09:01

„Ég hef prófað ýmislegt og lent í mörgu“

Gjarnan er talað um að fólk hafi þessa og hina náðargáfuna. Friðþjófur Helgason ljósmyndari og kvikmyndatökumaður hefur án efa fengið þá náðargáfu í vöggugjöf að hafa næmt auga og tilfinningu fyrir öllu er viðkemur myndatöku. Hann hefur á sínum ferli verið með eindæmum afkastamikill í framleiðslu gæða myndefnis, hvort sem er með ljósmyndun eða kvikmyndun. Æði oft má sjá í lok heimildamynda eða þátta í íslenskri dagskrárgerð nafn Friðþjófs. Hann hefur komið víða við um tíðina og á tímabili var hann meira að segja einn aðal tískuljósmyndarinn í landinu. Friðþjófur er þó ekki menntaður, hvorki sem ljósmyndari eða kvikmyndatökumaður. Hann er algjörlega sjálfmenntaður ef undan er skilið námskeið í ljósmyndun sem hann sótti barnungur í sínum gamla heimabæ, Akranesi. Skessuhornsfólki fannst orðið tímabært að fá Friðþjóf í viðtal þar sem farið væri yfir hans langa feril. „Ég hef prófað ýmislegt og lent í ýmsu,“ segir Friðþjófur sjálfur.

 

Friðþjófur Helgason myndatökumaður er í ítarlegu viðtali í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is