Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. apríl. 2013 10:01

Nýr starfsmaður hjá þjóðgarðinum

Lárus Kjartansson hóf nýverið störf sem sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sem heyrir yfir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Lárus er upprunalega frá Laugarvatni en er nú fluttur í Ólafsvík. Hann leggur stund á ferðamálafræði við Háskólann á Hólum sem hann mun klára í vor. „Ferðamálafræði er mjög þverfaglegt nám og kemur að öllum hliðum ferðaþjónustu,“ segir Lárus um námið.

Starf Lárusar felur margt í sér. „Starf mitt felst meðal annars í því að halda utan um landverði og sjálfboðaliða. Við erum með fimm landverði í sumar. Einnig vinn ég við að halda utan um Gestastofuna á Hellnum. Í sumar koma sjálfboðaliðar sem munu vinna við göngustígagerð og ýmsar framkvæmdir í þjóðgarðinum. Við sinnum öllum þeim almennu verkefnum sem koma að þjóðgarðinum og erum auðvitað hluti af Umhverfisstofnun og tökum verkefni þaðan. Það er ákveðin sérstæða okkar að tilheyra Umhverfisstofnun og til dæmis tilheyra hinir þjóðgarðarnir eins og Þingvellir og Vatnajökull ekki undir stofnunina,“ segir Lárus.

 

Nánar er rætt við Lárus Kjartansson í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is