Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2013 03:31

Mannvirkjastofnun falið að meta þörf á endurskoðun laga um sinubruna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur falið Mannvirkjastofnun að meta hvort rétt sé að banna sinubruna eða takmarka hann umfram ákvæði núgildandi laga um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Stofnunin er jafnframt beðin um að meta hvort rétt sé að gera aðrar breytingar á lögunum. Óskað er eftir því að stofnunin sendi ráðuneytinu tillögur eigi síðar en 15. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Samkvæmt lögunum geta ábúendur jarða fengið leyfi til sinubrennu fari hún fram fyrir 1. maí að uppfylltum skilyrðum sem kveðið er á um í reglugerð. Lúta þau meðal annars að skyldu ábúenda til að tilkynna hlutaðeigandi slökkviliðsstjóra um brennuna, eftirliti með brennu og fleiru. Óheimilt er að brenna sinu þar sem bruninn skapar almannahættu eða tjón getur orðið á náttúruminjum, fuglalífi, mosa, lyng- eða trjágróðri og mannvirkjum.

Mannvirkjastofnun hefur undanfarið fjallað um sinubruna og meðal annars staðið fyrir málþingi um gróðurelda með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Að mati ráðuneytisins er tímabært að endurskoða reglur um sinubruna og er umræðan sem Mannvirkjastofnun hefur staðið fyrir mikilvægt innlegg í þá endurskoðun. Þá má benda á ítarlega umfjöllun Skessuhorns um sinubruna í blaði vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is