Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2013 08:01

Hlöðver Smári sigurvegari í trúbaradorakeppninni

Salurinn á Hótel Hellissandi var nánast fullur síðastliðið laugardagskvöld þegar úrslitakvöldið í Trúbadorakeppninni fór fram. Keppendur í úrslitum voru þau Ólöf Gígja, Aron Hannes, Friðþjófur Orri og Hlöðver Smári. Fluttu þau hvert um sig fimm lög og voru nokkur þeirra frumsamin. Stóðu þau sig öll mjög vel og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni því hún er svo sannarlega þeirra. Kynnir á kvöldinu var Reynir Rúnar Reynisson. Salurinn kaus að sjálfsögðu sinn flytjanda og gilti það 30% á móti dómnefndinni. Í dómnefndinni voru þær Erla Höskuldsdóttir og Guðrún Lára Pálmadóttir. Gestadómari var trúbadorinn Halli Reynis og spilaði hann nokkur lög fyrir gesti áður en úrslitin lágu fyrir.

Þegar úrslitin voru kynnt sagði Halli Reynis að honum þætti mikið til koma hversu færir keppendur hafi verið þrátt fyrir ungan aldur. Taldi hann víst að ef keppendur héldu áfram í tónlistinni ættu þeir enn frekar eftir að láta að sér kveða. Sagði hann að þegar hann hefði verið á þessum aldri hefði hann rétt verið farinn að læra gripin. Sigurvegari kvöldsins var Hlöðver Smári Oddsson og hlaut hann 100 þúsund krónur í verðlaun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is