Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2013 11:08

Verndarsvæði blesgæsa í Andakíl komið inn í Ramsarsamninginn

Þremur íslenskum svæðum hefur verið bætt á alþjóðlega votlendisskrá Ramsarsamningsins. Um er að ræða Eyjabakkasvæðið, friðlandið í Guðlaugstungum og verndarsvæði blesgæsa í Andakíl við Hvanneyri. Er það mat Ramsarsamningsins að þessi svæði séu alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði sem eigi heima á skrá samningsins. Verndun búsvæða fugla við Hvanneyri var staðfest 2002 þegar Hvanneyrarjörðin var friðlýst í heild. Svæðið var stækkað verulega árið 2011 og nær nú yfir stærstan hluta votlendis í Andakíl.

„Á svæðinu er fjölbreytileiki votlendis mikill og fjölmargar tegundir fugla nýta sér svæðið. Það er í farleið fugla svo sem blesgæsar og fleiri tegunda sem hafa viðdvöl á leið sinni til og frá varpstöðvum. Talið er að um 10% grænlenska blesgæsastofnsins hafi viðdvöl á verndarsvæðinu vor og haust. Svæðið er einn af mikilvægustu viðkomustöðum blesgæsa hér á landi,“ segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Þess má geta að önnur Ramsarsvæði hér á landi eru Mývatn og Laxá, Þjórsárver og Grunnafjörður í Hvalfjarðarsveit.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is