Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2013 02:01

Hundraðasti afkomandi Margrétar í Dalsmynni kominn í heiminn

Í morgun kom hundraðasti afkomandi Margrétar Guðjónsdóttur í Dalsmynni í heiminn. Var það stúlka og hefur henni verið gefið nafnið Margrét, sem þýðir að hún er alnafna langömmu sinnar. Foreldrar Margrétar litlu eru Ólöf Inga Guðbrandsdóttir og Guðjón Heiðar Sveinsson á Akranesi. Guðjón Heiðar er sonur Ástdísar Guðmundsdóttur, dóttur Margrétar í Dalsmynni, og Sveins Þórarinssonar.  Margrét í Dalsmynni fagnaði níutíu ára afmæli sínu fyrr í vor en hún er landsþekktur hagyrðingur en ævisaga hennar kom út fyrir jólin 2010. Sextán ára gömul réði Margrét sig sem vinnukonu á Kolviðarnesi í Eyjahreppi. Bóndinn, Guðmundur Guðmundsson, var tuttugu árum eldri en Margrét og bjó einn með móður sinni, Margréti Hannesdóttur, sem var að nálgast áttrætt. “Láttu ekki nokkurn lifandi mann heyra það að þú sért bara sextán ára,” var eitt af því fyrsta sem húsmóðirin sagði við nýju vinnukonuna – hún þekkti hana úr draumi og þóttist vita að þarna væri framtíðareiginkonan hans Munda hennar loksins komin. Það gekk eftir – þetta var um áramótin 1940, og þau trúlofuðust á sumardaginn fyrsta.

Fyrstu átta árin bjuggu þau í Kolviðarnesi, en fluttu þá á Dalsmynni í Eyjahreppi, og voru þar allan sinn hjúskap. Margrét og Guðmundur eignuðust saman tíu börn og átti Guðmundur eina dóttir fyrir sem ólst upp á heimilinu. Þau hjónin tóku einnig fjölda barna til sveitardvalar í gegnum tíðina og voru stundum um og yfir tuttugu manns til heimilis hjá þeim á sumrin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is