Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2013 10:30

Miklar annir hjá lögreglunni á Akranesi

Miklar annir eru hjá lögreglunni á Akranesi þessar vikurnar. Auk umferðarslyss sem er til rannsóknar sitja nú tveir menn í gæsluvarðahaldi vegna kynferðisbrota. Eins og kunnugt er fer rannsóknadeild lögreglunnar á Akranesi með rannsókn kynferðisbrotamála af öllu Vesturlandi. Annar þessara manna hefur setið inni frá 15. mars vegna kynferðisbrota en hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald laugardaginn 6. apríl vegna gruns um nauðgun og líkamsárás. Kona lagði fram kæru á hendur manni sem hún ekki þekkti. Var konan töluvert meidd eftir atvikið þar sem hún var meðal annars axlarbrotin. Með því að rekja ferðir konunnar og með aðstoð vitna, var unnt að bera kennsl á hver hafði verið að verki. Var maðurinn handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl nk. Að auki eru enn til rannsóknar nokkur kynferðisbrotamál sem lengra eru komin í rannsókn auk annarra mála á borð við fjársvik og líkamsárásir.

Í fréttum undanfarið hefur verið fjallað um mikla fjölgun kæra vegna kynferðisbrota um allt land. Á Akranesi hafa nú verið til umfjöllunar 15 kynferðisbrotamál það sem af er þessu ári. Þá var í vikunni einn ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis auk þess sem hann er einnig talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is