Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2013 06:15

Vilja setja upp fiskþurrkun í Búðardal

Nokkur fiskverkunarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annar eru með starfsemi í Bretlandi, hafa sýnt sláturhúsinu í Búðardal áhuga í þeim tilgangi að koma þar upp fiskþurrkun, þar sem þurrkað yrði umtalsvert magn hausa og annars afskurðar. Það er félagið Hvammur ehf sem á sláturhúsið í Búðardal. Dalabyggð er aðaleigandi félagsins, á um 60% hlutafjár, Byggðastofnun 25% og Kaupfélag Skagfirðinga 15%. Félagið hefur lengi leitað eftir kaupanda að sláturhúsinu. KS var með hluta húsnæðisins á leigu fram á síðasta ár, þar sem sviðnir voru dilkahausar og hefur nýtt frystigeymslurnar undir kjöt. Einnig hafa útgerðaraðilar í Búðardal fryst þar hráefni síðustu misserin.

Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar segir að málið sé ekki komið lengra en svo að umsókn fyrir starfsleyfi hafi verið send til heilbrigðisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Ef fallist verði á starfleyfið þurfi að auglýsa það og þar með byrji ferli þar sem m.a. íbúum Búðardals gefist kostur á að koma með athugasemdir. „Þetta er nokkuð langt ferli og ég á ekki von á kauptilboði frá félaginu um fiskþurrkunina fyrr en starfsleyfið liggur fyrir og þar með mögulega heimild til starfseminnar,“ segir Sveinn. Hann segir það hvað málið er skammt komið ástæðuna fyrir því að ekkert hafi verið bókað um það í gögnum sveitarstjórnarinnar.

Skessuhorn hefur fregnað að íbúar í Búðardal óttist að í uppsiglingu sé lyktarmengandi starfsemi. Fólk, sem blaðamaður Skessuhorn ræddi við í vikunni á förnum vegi, sagði að meðan hausarnir voru sviðnir í sláturhúsinu hafi það ekki farið framhjá þorpsbúum, enda hafgola ríkjandi í Búðardal. Nú sé yfirvofandi lykt frá þurrkuðum fiskafurðum berist yfir þorpið. „Það verður ólíft hjá okkur. Ég kannast við lyktina á Akranesi og af Snæfellsnesi þar sem þorskhausar eru þurrkaðir,“ sagði einn viðmælanda blaðsins. Sveinn Pálsson sveitarstjóri sagðist skilja viðhorf fólks í samfélaginu, en sjálfur hafi hann dvalið um tíma á Laugum í Reykjadal, þar sem fiskþurrkun er starfandi, og þar væri sátt um staðsetningu þess fyrirtækis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is