Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2013 02:01

Stækkun Hótels Hamars í Borgarnesi hafin

Framkvæmdir við stækkun Hótels Hamars í Borgarnesi hófust í byrjun mánaðarins. Fyrirhugað er að austurálma hótelsins verði stækkuð í þessum áfanga til suðausturs en þar munu verða fjórtán svefnherbergi, þar af fjögur stærri. „Með þessu verða gistirými á hótelinu samtals 44 og getum við fyrir vikið tekið á móti fleiri gestum,“ segir Sigurður Ólafsson hótelstjóri í samtali við Skessuhorn en hann og eiginkona hans Ragnheiður Nielsen stýra hótelinu og eru jafnframt eigendur þess. Einnig verður byggður nýr 100 fermetra fundasalur við hótelið austanmegin við núverandi borðsal. „Nýi fundasalurinn bætir til muna fundaaðstöðuna hjá okkur. Við ætlum um leið að breyta núverandi fundaaðstöðu hótelsins í setustofu. Hún mun t.d. nýtast vel samhliða nýja fundasalnum en krafa fundagesta nú á dögum er sú að geta notað slíka aðstöðu samhliða fundahaldi m.a. til að vinna á netinu,“ bætir hann við. Það er Loftorka í Borgarnesi sem sinnir framkvæmdunum að Hótel Hamri. „Það var mikið kappsmál hjá okkur að fá heimamenn til að sjá um stækkunina og tókust samningar við Loftorkumenn. Undirverktakar þeirra verða einnig heimamenn. Við viljum hafa nærsamfélagið með í þessu, það er markmið okkar hjóna,“ segir Sigurður sem vonast til að framkvæmdum verði lokið um mánaðamótin júní og júlí.

 

Nánar er rætt við Sigurð Ólafsson hótelstjóra Hótels Hamars í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is