Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2013 12:39

Þrjár ólíkar sýningar í Landnámssetrinu um helgina

„Nú er aldeilis ástæða fyrir fólk að gera sér ferð í Borgarnes,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Landnámssetursins í samtali við Skessuhorn, en þrjár ólíkar leiksýningar verða sýndar á Söguloftinu um helgina. Um er að ræða sýninguna „Saga þjóðar – Íslandssagan á hundavaði,“ sem frumsýnd verður föstudaginn 12. apríl kl. 20, „Skáldið Sturla með Einari Kárasyni“ sem notið hefur gífurlegra vinsælda í vetur og „Judy Garland – kabarett,“ sem frumsýnd var um síðustu helgi. „Hægt væri að taka heila leikhúshelgi í Borgarnesi,“ heldur Sirrý áfram. „Fara á Sögu þjóðar á föstudeginum, Skáldið Sturlu á laugardeginum og Judy Garland á sunnudeginum. Þess má geta að við bjóðum upp á tilboð til þeirra sem kaupa miða á fleiri en eina sýningu. Þetta er í rauninni einstakur viðburður en það er ekki oft sem hægt er að fara á þrjár ólíkar leiksýningar sömu helgi í jafn litlu sveitarfélagi. Þess má geta að sýningarnar eru hver annarri skemmtilegri og hver annarri ólíkari.“

 

 

 

Eru þetta jafnframt síðustu sýningar þessa leikárs en að sögn Sirrýjar eru strax komnar margar skemmtilegar hugmyndir fyrir næsta leikár. „Vonandi er Söguloftið komið með nógu gott orðspor til að þær komist allar í framkvæmd. Vel hefur gengið hingað til og uppselt verið á nánast hverja sýningu. Það sem einkennir okkar sýningar er að höfundarnir flytja gjarnan sjálfir eigið efni. Byggir þessi aðferð á gömlu sagnahefðinni sem Íslendingasögurnar spruttu meðal annars af. Höfundurinn segir sjálfur söguna,“ segir Sirrý að lokum.

 

Nánar má lesa um sýningarnar á vef Landnámssetursins, www.landnam.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is